Tilkynning aukaverkunar

Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi remdesivir.

Ef þú finnur fyrir aukaverkun skaltu tilkynna hana til Gilead með því að senda tölvupóst á Safety_FC@gilead.com eða hringja í síma +46 8 505 718 00 Einnig er hægt að tilkynna aukaverkun beint til Lyfjastofnunar, samkvæmt leiðbeiningum á vefsíðum stofnunarinnar, www.lyfjastofnun.is

Til að auðvelda úrvinnslu tilkynninga um aukaverkanir er nauðsynlegt að veita eins miklar upplýsingar og unnt er, þar á meðal:

• Ópersónugreinanleg auðkenni þess sjúklings sem fann fyrir aukaverkuninni (svo sem kyn og aldur)
• Upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við þann sem tilkynnir aukaverkunina og lækni sjúklingsins sem fann fyrir aukaverkuninni
• Lýsingu á aukaverkuninni, svo sem þau ummerki og einkenni sem vart varð við, upphafsdagsetningu og upplýsingar um hvort aukaverkunin hafi gengið til baka
• Upplýsingar um Gilead lyfið (remdesivir), svo sem meðferðardagsetningar, skammtastærð og meðferðarlengd

Vinsamlega athugið að hér er ekki hægt að veita ráð varðandi sjúkdómseinkenni einstakra sjúklinga. Sjúklingar sem hafa áhyggjur af einkennum sínum eða finna fyrir því að þau versna ættu að hafa samband við lækni sinn tafarlaust.